Fjölbreytt doktors- og meistaraverkefni í boði
See English below
Fjölbreytt og þverfagleg doktors- og meistaraverkefni við rannsóknir tengdar endurheimt birkiskóga eru nú í boði innan verkefnisins Endurheimt birkivistkerfa á 21. öld—áskoranir, leiðir og ávinningur (BirkiVist) sem unnið er fyrir styrk úr markáætlun um samfélagslegar áskoranir. Að verkefninu standa Landbúnaðarháskóli Íslands, Landgræðslan, Háskóli Íslands, Listaháskóli Íslands, og Skógræktin í samstarfi við fleiri stofnanir, sprotafyrirtæki og aðra aðila á sviði landgræðslumála.
Í boði eru tvær doktorsnemastöður (36 mán. laun hvor) við deild Náttúru og skóga við LbhÍ og sex meistaraverkefni (5-10 mán. laun) við LbhÍ (2) og Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ (4). Doktorsverkefnin snúa að rannsóknum á annars vegar landnámi og útbreiðslu birkis, ásamt gerð líkana fyrir hraða og mynstur birkilandnáms, og hins vegar á þeim breytingum er verða á vatnsbúskap, kolefnisforða og ýmsum öðrum jarðvegsþáttum við það að birkiskógur vex upp á skóglausu landi. Meistaraverkefnin eru fjölbreytt og ná yfir vistfræði, landslagsrannsóknir, greiningu á líffræðilegri fjölbreytni, stefnumótun, umgjörð og haghafa vistheimtar.
Sjá nánari lýsingu á verkefnunum hér.
Æskilegt er að umsóknir berist sem fyrst. Umsóknir sem berast fyrir 25. mars n.k. hafa forgang, en tekið verður áfram við umsóknum þar til búið er að fá nemendur í öll verkefnin. Miðað er við að nemendur byrji ekki síðar en í júní 2021.
Umsækjendur um doktorsnemastöður skulu hafa lokið meistaraprófi í landgræðslufræðum, vistfræði, umhverfisfræði, líffræði eða skyldum greinum. Umsækjendur um meistaraverkefnin skulu hafa lokið BS eða BA námi á viðeigandi sviði.
Nánari upplýsingar um námsverkefnin, umsjónaraðila þeirra og umsóknarferlið er að finna hér. Almennar fyrirspurnir skal senda til Ásu L. Aradóttur asa@lbhi.is.
___________________
Diverse and inter-disciplinary PhD and MS projects in relation to birch woodland restoration in Iceland are open for applications within the research project Restoration of birch woodlands in the 21st century – challenges, approaches and benefits (BirkiVist) funded by the Strategic Research and Devopment Program 2020-2023 on Societal Challenges. The project is a collaboration between the Agricultural University of Iceland, Soil Conservation Service of Iceland, University of Iceland, Iceland University of the Arts and Icelandic Forest Service together with other institutes, start-up company and NGOs.
Two PhD positions (36 months each) in the Faculty of Environmental and Forest Sciences at the Agricultural University of Iceland (AUI) and six MS projects (5-10 months stipend) at AUI (2) and Faculty of Life and Environmental sciences at the University of Iceland (4). PhD project 1 is on regeneration of birch, including dispersal establishment and modelling on speed and pattern of birch recruitment. PhD project 2 is on changes in hydrology, carbon cycle and other soil variables when birch woodland develops where no trees grew before. The MS projects vary greatly and cover ecology, landscape, biodiversity, policy and governance of ecological restoration.
More detail on the projects is available here.
Applications are welcome the earliest possible. Application that are received by 25 March will be given priority, but it is open for applications until students have been found for all projects. Students should preferably start not later than June 2021.
Applicants for PhD should have completed MS in restoration ecology, ecology, enviromental science or related topics. Applicants for the MS project should have completed BS or BA in relevant topics.
Further information on the BirkiVist project, the student projects, responsible personnel for each one and the application process can be found here. For general inquiries, please contact Ása L. Aradóttir asa@lbhi.is.