Birkivist skipurit

VISTFRÆÐILEGAR ÁSKORANIR OG LEIÐIR (VP1)

Í þessum hluta BirkiVistar er lögð áhersla á að greina líffræðilega og ólífræna þætti sem takmarka sjálfgræðslu birkis og þannig frekari útbreiðslu birkivistkerfa. Til að ýta undir markvissa áætlanagerð og skilvirkar aðgerðir í endurheimtarverkefnum verða þróaðir ferlar og leiðir sem byggja á nýjum og fyrirliggjandi gögnum.

Vinnupakkinn skiptist í fjóra tengda verkþætti sem allir snúa að því að greina vistfræðilega þætti sem takmarka landnám birkis og leiðir til að yfirvinna þá. Nýttar verða fyrri rannsóknir á landnámi birkis en bætt í þekkingargötin til að unnt sé að gera líkön fyrir útbreiðsluhraða birkis og mynstur eftir svæðum. Í framhaldinu verða gerð líkön sem spá fyrir um möguleika á sjálfgræðslu birkis og framvindu birkivistkerfa á landsvísu. Til að fá frekari gögn um hvar birki er að finna utan kortlagðra svæða sem eru í kortavefsjá Skógræktarinnar verður útbúin vefsíðugátt þar sem almenningur getur sent inn upplýsingar. Skýr sýn á eiginleika vistkerfa sem stefnt er að því að endurheimta er mikilvæg og því verður unnið að skilgreiningum á viðmiðunarvistkerfum við endurheimt birkiskóga á Íslandi. Niðurstöður úr verkefninu ásamt eldri gögnum verða notaðar til að þróa stöðu- og tilfærslulíkön en þau eru tæki til að styrkja skipulag og innleiðingu endurheimtarverkefna. Slík líkön gegna einnig mikilvægu hlutverki við árngursmat og aðlögun aðgerða í kjölfar þess þar sem við á (árangursstjórnun; e. adaptive management).

Birki (Betula pubescens)

Ást grær undir birkitré

„Ást grær undir birkitré,
sykur flýtur sem rjómi,
fjallatopparnir sýnast gull
ef þú kyssir á tána’ á Jóni.“

Hafa samband

Ása L. Aradóttir: asa@lbhi.is

Kristín Svavarsdóttir: kristins@land.is

  • Ilmbjörk (Betula pubescens) eða birki er algengasta skógartréð á Íslandi

  • Birkiskógar eru einu náttúrulegu skógar landsins